Tenglar

2. febrúar 2010 |

Nafnið á kettinum - ásamt mynd

Kötturinn Tumi.
Kötturinn Tumi.
„Af því við erum að fjalla um spurningakeppni er tilvalið að ljúka þessu með lítilli gátu. Inga Lára á hvítan kött, mjög skankalangan, hann er hálfur skógarköttur. Þetta er skemmtilegur köttur og gaman að fylgjast með honum. Hann virðist vera dálítið fljótfær og framkvæmir á stundinni það sem honum dettur í hug. Hann er líka feykiduglegur veiðiköttur og hefur mikinn áhuga á fuglum. Og þá er spurningin: Hvað heitir kötturinn?“

 

Þannig lauk annál Sveins Ragnarssonar á Svarfhóli, sem hann flutti á þorrablótinu á Reykhólum um fyrri helgi.

 

Og núna er komin mynd af kettinum Tuma, eins og hann heitir. Þar með er það komið á hreint.

 

Þennan þorrablótsannál og ýmsa fleiri frá liðnum árum má finna undir Gamanmál í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31