Tenglar

25. nóvember 2012 |

Myndir af kirkjunum tveimur á Reykhólum

Kirkjurnar tvær á Reykhólum 11. júlí anno Domini 1959.
Kirkjurnar tvær á Reykhólum 11. júlí anno Domini 1959.
1 af 3

Komið hafa í leitirnar í skjalasafni Húsameistara ríkisins hjá Þjóðskjalasafni Íslands ómetanlegar myndir frá smíði Reykhólakirkju á árunum 1959-1962. Þær eru teknar bæði úti og inni og jafnframt eru þar myndir af gömlu kirkjunni á Reykhólum, sem núna þjónar guði og mönnum í Bæ á Rauðasandi á norðurströnd Breiðafjarðar. Hér eru þrjár þessara liðlega hálfrar aldar gömlu mynda frá Reykhólum birtar.

 

Kirkjan sem stendur á Reykhólum þessi andartökin í eilífðinni var vígð 8. september árið 1963. Hún er helguð minningu Þóru Einarsdóttur í Skógum í Þorskafirði, móður þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar.

 

Ekki er ósennilegt að fleiri af þessum myndum komi inn á Reykhólavefinn með einhverjum hætti síðar.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mnudagur 26 nvember kl: 18:09

Vígsludagsetning Reykhólakirkju hefur verið leiðrétt í fréttinni hér fyrir ofan. Hún var vígð 8. september 1963 en ekki 8. nóvember eins og þar var sagt. Farið var í hugsunarleysi eftir frétt í dagblaði um 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar og þar segir ranglega að hún hafi verið vígð 8. nóvember. Tvennt hefði þar átt að vekja umsjónarmann til umhugsunar og frekari athugunar: Annars vegar hefði mátt telja fremur undarlegt að ákveða vígsludag og ferð biskups í þeim erindagerðum milli landshluta þegar komið var fram á vetur og samgöngur langtum ótryggari en þær eru núna nær hálfri öld síðar. Hins vegar að 8. nóvember 1963 var föstudagur (8. september var sunnudagur). – Hér með er þetta hins vegar komið á hreint. Beðist er afsökunar á því að þetta skuli ekki hafa verið athugað betur strax í upphafi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31