Tenglar

9. nóvember 2011 |

Mugison á Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum

Örn Elías Guðmundsson - Mugison.
Örn Elías Guðmundsson - Mugison.

Vestfirski fimm stjörnu strákurinn Mugison (Örn Elías Guðmundsson) byrjar tónleikaferð sína um Vestfirði á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum annað kvöld, fimmtudag, og hefjast þeir kl. 21. Tilefnið er útgáfan á nýja diskinum hans sem nefnist Haglél en hann er jafnframt sá fyrsti úr smiðju Mugisons þar sem allir textar eru á íslensku. Haglél hefur slegið í gegn, verið efst á vinsældalistum viku eftir viku og uppselt hefur verið á útgáfutónleika að undanförnu. Gagnrýnendur hafa einróma lofað þessa nýjustu afurð Vestfjarða-víkingsins og tónleikhaldið í kjölfarið.

 

Þar sem hótelhaldarar á Laugarhóli gera ráð fyrir mikilli aðsókn og sætafjöldi er takmarkaður er fólk hvatt til að tryggja sér miða ekki seinna en strax á www.mugison.is. Miðaverðið er kr. 2.500.

 

Fyrir þá sem þess óska er gisting í boði á Hótel Laugarhóli á sérstökum vildarkjörum þetta kvöld. Tveggja manna herbergi, uppbúin rúm með baði og morgunverði, kostar kr. 11.700 (5.850 á mann) og án baðs með morgunverði kr. 9.000 (4.500 á mann). Einnig er boðið upp á kvöldverð, ljúft lasagna með heimabökuðu brauði, grænmetissalati og kaffi fyrir kr. 2.700 á mann (500 króna aukaafsláttur fyrir hótelgesti).

 

Nauðsynlegt er að panta mat og gistingu fyrirfram og í síðasta lagi í dag, miðvikudag. Einar hótelstjóri tekur á móti pöntunum í síma 451 3380 / 698 5133 eða í tölvupósti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31