Tenglar

8. nóvember 2015 |

Minnt á opna fundinn um jarðvarma á Reykhólum

Horft til Reykhóla neðan frá Lómatjörn.
Horft til Reykhóla neðan frá Lómatjörn.

María Maack á Reykhólum, starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, vill minna fólk á íbúafundinn um jarðvarma sem haldinn verður á Reykhólum núna á miðvikudagskvöld. Ef mæting verður góð getur verið að fleiri efnisflokkar verði teknir til umræðu á síðari fundum. María vill einkum ræða málefni sem eru hagsmunamál hreppsbúa og í þyrfti að móta einhverja sameiginlega framtíðarstefnu.

 

„Það tengist náttúrulega atvinnumálum og þess vegna er boðað til fundarins. Sjáumst í mötuneytinu um kl. 20 á miðvikudagskvöldið,“ segir hún.

 

Nánar um fundinn hér

 

Athugasemdir

Maria, mnudagur 09 nvember kl: 13:29

Upplýsingar, spurningar og umræður, hugmyndir að breytingum. Hver á hvaða rétt og hvernig getum við nýtt auðlindina betur, - á að lækka hitann í hitaveitunni, á að taka meira vatn upp, hvað gerist ef orkubúið er selt, hver á að borga fóðrun hola eða flutning vatns sem hægt er að endurnýta???? Allt þetta gæti komið upp á fundinum, verið með, hafið skoðun og leggið til uppbyggilegar hugmyndir.

Mraia, fimmtudagur 12 nvember kl: 13:02

Takk fyrir glæsilega mætingu og góðar umræður
Ég verð að læra þetta með Kvígu- Kálfa og Kúatjörn..

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31