Tenglar

24. apríl 2010 |

Messa á Staðarhóli í upphafi héraðsfundar

Staðarhólskirkja í Saurbæ. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Staðarhólskirkja í Saurbæ. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Héraðsfundur Vestfjarðaprófastsdæmis árið 2010 er að þessu sinni haldinn í Reykhólaprestakalli. Fundurinn hefst með almennri guðsþjónustu kl. 11 á morgun, sunnudaginn 25. apríl, í kirkjunni á Staðarhóli í Saurbæ. Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir á Þingeyri predikar en sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Reykhólaprestakalli þjónar fyrir altari. Organisti að þessu sinni er Viðar Guðmundsson en kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn.

Reykhólaprestakall
 

Athugasemdir

Kristjón Sigurðsson, sunnudagur 25 aprl kl: 11:00

Staðarhólskirkja í Saurbæ stendur á hól sem ýmisst er kallaður Kirkjuhóll eða Kirkjuhvoll og heitir Kirkjuhvoll áður ýmisst Skollhóll eða Melrakka-hvoll

Staðarhóll er í miðjum Staðarhólsdal suður frá Kirkjuhvoli. Þar stendur íbúðarhús sem er nú í eyði.

Sjá hér tilvitnun í sögu Staðarhólskirkju.

,,Á síðasta fundi sem haldin var í janúar 1898 um þetta byggingarmál bar Einar Guðbrandsson bóndi á Hvítadal, fram þá tillögu til samkomulags, að sú hin nýja Staðarhólskirkja verði reist á Skollhóli sem þá var svo kallaður. Í Sturlungu bar hann nafnið Melrakka-hvoll en hefur nú hlotið heitið Kirkjuhvoll.
Þessari tillögu var í fyrstu misjafnlega tekið af fundarmönnum. En þá kvaddi sér hljóðs skólastjóri Torfi Ólafsson í Ólafsdal, og mælti með tillögu Einars af rökvísi, skörungsskap, stillingu og festu eins og honum var jafnan lagið, með þeim árangri að samkomulag náðist.“ Ágrip af sögu Staðarhólskirkju í tilefni 50 ára afmælis hennar eftir Ólaf Skagfjörð Ólafsson bónda á Þurranesi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31