Tenglar

27. apríl 2010 |

Meistarapróf um virkjun sjávarfalla á Vestfjörðum

Bjarni M. Jónsson.
Bjarni M. Jónsson.
1 af 2
Húsfyllir var er Bjarni M. Jónsson varði meistaraprófsritgerð í Háskólasetri Vestfjarða á sumardaginn fyrsta. Verkefni Bjarna var 60 einingar. Þar af leiðandi fór fram formleg meistaraprófsvörn og þar með urðu ákveðin tímamót í sögu Háskólasetursins. Ritgerð Bjarna ber titilinn „Harnessing tidal energy in the Westfjords“ eða „Virkjun sjávarfallaorku á Vestfjörðum “. Leiðbeinandi Bjarna var Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstöðumaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en prófdómari var John Nyboer, rannsóknaverkefnastjóri við Simon Frasier University í Vancouver í Kanada. Nyboer tók þátt í athöfninni í gegnum fjarkennslubúnað en tímamismunur er sjö klukkustundir og því árla morguns hjá prófdómara í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada.

  

Bjarni hélt mjög vel sóttan kynningarfund á Reykhólum 18. mars og gerði þar grein fyrir hugmyndum um að samþætta veg og virkjun í sameiginlegu mynni Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Búið er að stofna sprotafyrirtæki um hugmyndina sem heitir Vesturorka - WesTide ehf. Að því standa í dag, auk Bjarna, Orkubú Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Í meistararitgerð Bjarna er varpað ljósi á möguleika þess að virkja orku sjávarfalla á strandsvæðum Vestfjarða. Til að kanna hagkvæmni þess að nota orku sjávar sem endurnýjanlega orkuuppsprettu er nálgun verkefnisins bæði vísindaleg og hagnýt. Áhersla er lögð á aðferðir sem nýttar eru við gerð vegstífluvirkjana og þann áhugaverða möguleika sem þær bjóða.

 

Sjá einnig:

rhol 16.03.2010  Kynning á þverun fjarða og sjávarfallavirkjun

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31