Tenglar

30. maí 2012 |

Matís blæs til sóknar við Breiðafjörð

Matís leggst á árar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matvælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu, segir á vef stofnunarinnar. Liður í þessu er ráðning tveggja starfsmanna með aðsetur á Patreksfirði, en þeir koma til viðbótar tveimur sem nýlega voru ráðnir með aðsetur í Grundarfirði. Matís er opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

 

Á vef Matís segir ennfremur: 

  • Matís mun vinna með fyrirtækjum, sveitarstjórnum og einstaklingum á svæðinu sem munu geta nýtt sér sérfræðiþekkingu Matís til uppbyggingar sinnar eigin starfsemi. Starfsemi Matís við Breiðafjörð byggir á traustu og öflugu samstarfi við heimamenn enda hafa þeir haft frumkvæði að þeirri uppbyggingu sem Matís ræðst nú í.
  • Efling matvælaframleiðslu mun gegna lykilhlutverki í aukinni verðmætasköpun á sunnanverðum Vestfjörðum og við Breiðafjörðinn. Starfsfólk Matís hlakkar til að takast á við komandi verkefni með sveitarfélögunum á svæðinu, fyrirtækjum og heimamönnum öllum.

Matís ohf. tók til starfa 1. janúar 2007 á grundvelli laga nr. 68 2006 og heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Í félaginu sameinuðust þrjár ríkisstofnanir sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í matvælaiðnaði. Þetta voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar.

 

Matís

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31