Tenglar

21. maí 2008 |

Málaferli vegna Teigsskógar frestast

Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).
Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).

Dómsmál vegna fyrirhugaðs vegar um Teigsskóg milli Þorskafjarðar og Gufufjarðar í Reykhólahreppi frestast fram á haust. Til stóð að bjóða út lagningu vegar gegnum skóginn á þessu ári. Aðalmeðferð í máli landeiganda og félagasamtaka gegn íslenska ríkinu og Vegagerðinni átti að fara fram í gær en var frestað. Þar er farið fram á ógildingu ákvörðunar fyrrverandi umhverfisráðherra vegna fyrirhugaðrar vegarlagningar um skóginn. Ríkið krafðist frávísunar málsins og varð dómarinn við því og var frávísunin síðan kærð til Hæstaréttar. Réttarhlé verður í júlí og ágúst og því er ljóst að málflutningur hefst ekki fyrr en í september.

 

Hjá Vegagerðinni er verið er að hanna veginn og jafnframt er unnið beggja vegna skógarins. Til stóð að bjóða verkið út á þessu ári en Vegagerðin ætlar ekkert að aðhafast fyrr en málaferlum er lokið.

 

(ruv.is)

 

Athugasemdir

Þórólfur Halldórsson, fstudagur 23 ma kl: 08:42

Útboði á vegi um Teigsskóg ekki frestað.
Leiðrétt frétt birtist á ruv.is sama dag (21.5.) svohljóðandi:
Fyrst birt: 21.05.2008 16:46

Síðast uppfært: 21.05.2008 17:04Vegagerðin ætlar í Teigskóg
Vegagerðin ætlar ekki að láta málaferli tefja vinnu við vegalagningu í Teigskógi. Útboð á vegalagningu í gegnum skóginn verður auglýst óháð dómsmáli, samkvæmt upplýsingastjóra Vegagerðarinnar.

Aðalmeðferð í máli landeigenda í Teigskógi, og tveggja samtaka gegn Íslenska ríkinu og Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar vegalagningar í gegnum skóginn, verður ekki fyrr en í haust.

Sagt var frá því í fréttum í gær að Vegagerðin ætlaði ekkert að aðhafast meðan á málaferlum stendur. Það er ekki rétt því Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar ritaði fréttastofu í morgun tölvubréf þar sem segir að útboð verði auglýst þegar það verði hægt, alveg óháð dómsmáli.

Verið sé að hanna veginn og í gangi séu tilraunir til samninga við landeigendur. Vegagerðin ætlar að halda sínu striki í þessu máli sem og öðrum, þótt verið sé að fjalla um ágreiningsmál fyrir dómstólum segir í póstinum.

Það segi sig hins vegar sjálft að misvel gangi að semja við landeigendur. Gangi það ekki hefjist eignanámsferli. Hvort því ljúki áður en dómur fellur sé óljóst og því alls ekki víst að í raun verði hægt að hefja framkvæmdir alveg á næstunni.

Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur landeigenda, segir það undarlegt að ríkisfyrirtæki sé a leika sér með fjármuni skattborgaranna og halda áfram með verk sem kannski verður slegið af borðinu.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31