Tenglar

6. desember 2012 |

Líkur á stofnun framhaldsskóladeildar á Hólmavík

Hólmavík / Jón Halldórsson.
Hólmavík / Jón Halldórsson.

Góðar líkur eru á því að framhaldsskóladeild verði að veruleika á Hólmavík og starfsemi hennar geti hafist strax næsta haust. Í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlaga 2013, sem nú eru til umræðu á Alþingi, er gerð tillaga um framlag til deildarinnar. Reiknað er með framlagi ríkisins í fjögurra ára tilraunaverkefni, sem stefnt er að því að framkvæmt verði á árunum 2013-2017. Námið sem yrði í boði yrði sniðið fyrir fyrstu tvö árin í framhaldsskóla.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum strandir.is.

 

Gert er ráð fyrir að deildin verði rekin í nánu samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Sá skóli fór af stað með sambærilegt nám á Hvammstanga nú í haust.

 

Framhaldsskóladeild á Hólmavík hefur verið sérstakt baráttumál sveitarstjórnar Strandabyggðar og hefur hugmyndin einnig fengið góðan stuðning annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum.

 

Sveitarstjórnir hittust og ræddu sameiginleg mál

Framhaldsdeild stofnuð á Hólmavík annað haust?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31