Tenglar

1. desember 2012 |

Lauksúpa með beikoni að hætti Kötlukvenna

Eins og hér var greint frá um daginn hefur Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi gefið út á ný matreiðslubókina með 90 lystilegum uppskriftum sem út kom fyrir tveimur árum og seldist upp. Jafnframt hefur félagið gefið út dagatal fyrir komandi ár með litmyndum úr héraðinu. Hvort tveggja fæst í Hólakaupum á Reykhólum og líka er hægt að panta í netfanginu andrea@simnet.is. Hvort um sig kostar 2.000 krónur.

 

Hér kemur ein af uppskriftunum í bókinni.

 

 

Lauksúpa

 

100 g beikon

3 laukar

1 hvítlauksrif

3 stórar kartöflur

1 lítri vatn

½ tsk svartur pipar

½ tsk salt

kjötkraftur

 

Aðferð

  • Brúnið beikonið á pönnu og látið fituna leka af á pappír.
  • Skerið laukinn í þunnar sneiðar.
  • Skerið kartöflurnar í litla bita.
  • Látið laukinn ásamt hvítlauknum malla í pottinum við vægan hita í ca. 20 mínútur. Hann á ekki að verða brúnn.
  • Hellið vatni yfir laukinn og bætið kartöflunum út í og látið sjóða í 15 mínútur.
  • Bætið beikoninu við og látið sjóða í 5 mínútur.

 

Berið fram með brauði og rifnum osti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31