Tenglar

15. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Krakkarnir samheldnir og skemmtilegir

Frá foreldrafundinum.
Frá foreldrafundinum.
1 af 4

Núna á föstudag og laugardag var haldið sjálfstyrkingarnámskeið á Reykhólum eins og hér var á sínum tíma greint frá. Reykhólahreppur, Þörungaverksmiðjan, Kvenfélagið, Lionsdeildin og foreldrafélag Reykhólaskóla styrktu þetta framtak mjög rausnarlega og voru allir nemendur 9 til 15 ára í Reykhólaskóla skráðir á námskeiðið. Það heppnaðist mjög vel og voru námskeiðshaldarar ánægðir með hvað krakkarnir í Reykhólaskóla væru samheldnir og skemmtilegir. Foreldrafundur var á föstudagskvöld og var hann mjög vel sóttur.

 

Námskeiðshaldarar voru Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir. Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31