Tenglar

5. júlí 2012 |

Kræklingasúpa með löngu nafni

Steinunn Rasmus og Júlía Guðjónsdóttir við súpuborðið á fundinum í Nesi.
Steinunn Rasmus og Júlía Guðjónsdóttir við súpuborðið á fundinum í Nesi.

Hér kemur uppskriftin að kræklingasúpunni sem Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir kennari á Litlu-Grund eldaði fyrir súpufundinn í Króksfjarðarnesi og getið er í fréttinni hér á undan. Þegar höfundur súpunnar var beðinn um uppskriftina var það auðsótt - með þeim fyrirvara, að engin leið væri að tiltaka hlutföllin af neinni nákvæmni. Fólk sem vant er kokkaríi styðst væntanlega við tilfinninguna og reynsluna í þeim efnum. „Bara sitt lítið af hverju,“ segir Ásta Sjöfn, og bætir við:

 

„Beggi á heiðurinn af kræklingasoðinu, góð ráð fékk ég hjá matreiðslumeistaranum okkar honum Steinari í Álftalandi – og síðan er nauðsynlegt að hafa Guðmund minn til að hræra í pottinum.“

 

Eyvi í Hólakaupum talar eflaust fyrir munn fleiri gesta á fundinum í Nesi þegar hann segir: „Smakkaðist prýðilega, herramannsmatur, eins og á fínasta veitingahúsi.“

 

 

Króksfjarðarnesskynningarfundarkræklingasúpa Ástu Sjafnar 

  • Laukur
  • Blaðlaukur
  • Hvítlaukur
  • Tómatpúrra
  • Kræklingasoð à la Beggi
  • Gulrætur
  • Ítalskt sjávarréttakrydd (Pottagaldrar)
  • Rjómi
  • Kræklingur
  • Örlítill fiskikraftur

 

Laukurinn svissaður á pönnu með örlítilli olíu þar til hann er orðinn mjúkur. Tómatpúrran sett út í og blandað vel saman við. Vatni og kræklingasoði hellt yfir. Gulræturnar settar út í soðið og það látið malla í ca. klukkustund. Grænmetið sigtað frá og súpan þykkt með smjörbollu. Passa að hræra vel í henni þannig að ekki komi kekkir. Þegar súpan er orðin mátulega þykk er grænmetið sett út í aftur og leyft að malla aðeins lengur. Rjóminn er settur út í, ca. 1 hluti rjómi á móti 2-3 hlutum súpa (soð). Ekki sjóða mikið eftir að rjóminn er komin út í. Rétt áður en súpan er borin fram er kræklingurinn settur út í.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31