Tenglar

4. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Kóratónleikar á Laugum í Sælingsdal

Karlakór Kjalnesinga.
Karlakór Kjalnesinga.
1 af 2

Karlakór Kjalnesinga og Karlakórinn Kári frá Stykkishólmi halda sameiginlega tónleika á Laugum í Sælingsdal núna á laugardaginn og hefjast þeir kl. 16. Á dagskránni verða kraftmikil karlakóralög í bland við léttara efni, segir Andri Þór Gestsson, formaður Karlakórs Kjalnesinga. Enginn aðgangseyrir.

 

Karlakór Kjalnesinga hefur á að skipa um það bil 60 mönnum og er stjórnandi hans Örlygur Atli Guðmundsson. Karlakórinn Kári frá Stykkishólmi er 20 manna kór og er stjórnandi hans Hólmfríður Friðjónsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31