20. desember 2022 | Sveinn Ragnarsson
Kolur gefur ljós á skólalóðina
Um daginn færði Gunnbjörn Óli Jóhannsson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Kols ehf., Reykhólahreppi/Reykhólaskóla góða gjöf sem á eftir að koma sér vel í skammdeginu.
Það eru Led-ljósker á staura á skólalóðinni.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri tók á móti lömpunum frá Gunnbirni.