Tenglar

4. nóvember 2012 |

Klíkuskapur og vinavæðing í stjórnmálunum?

Hlédís Sveinsdóttir.
Hlédís Sveinsdóttir.

„Ef fólki finnst klíkuskapur og vinavæðing vera að hrjá stjórnmálin í dag - væri þá ekki ráð að byrja á að skoða hvaða aðferðum við höfum komið okkur upp við val á fólki? Það er ekki hægt að gera alltaf það sama og ætlast til að fá allt í einu aðra og betri útkomu.“

 

Þetta segir Hlédís Sveinsdóttir meðal annars í grein sem hún sendi vefnum til birtingar.

 

Hlédís gefur kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Hún er fædd 1980 og uppalin í Staðarsveit á Snæfellsnesi en býr nú á Akranesi. Grein hennar hefst með þessum orðum:

 

Þegar ég ákvað að gefa kost á mér gerði ég það vegna þess að mig langar til að eiga þátt í að breyta landslaginu í íslenskum stjórnmálum. Mér þykir ekki nógu spennandi, frekar en svo mörgum öðrum, að starfa í stjórnmálum í núverandi umhverfi. Fyrir því eru fjölþættar ástæður en eitt af því sem ég held að verði að breytast er hvernig við veljum fólk til starfa á vettvangi stjórnmálanna.

 

Sjá grein Hlédísar í heild undir fyrirsögninni Framboðshugleiðing svo og nánari upplýsingar um hana sjálfa undir Sjónarmið í valmyndinni hér vinstra megin.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31