Tenglar

12. júlí 2012 |

Hverjir vilja fá útlenda sjálfboðaliða til aðstoðar?

SEEDS-liðar að starfi.
SEEDS-liðar að starfi.

Tólf manns frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS verða að störfum í Reykhólahreppi frá 18. júlí og til mánaðamóta. Að hluta til verður mannskapurinn að vinna við Reykhóladagana en vikuna 19.-25. júlí getur fólk fengið þessa erlendu gesti í heimsókn, fleiri eða færri saman, til aðstoðar við að fegra umhverfið fyrir Reykhóladagana sem verða 26.-29. júlí. Þeir sem vilja fá sjálfboðaliðana til starfa þurfa að hafa samband við Hörpu í síma 894 1011 eða í netpósti fyrir 18. júlí. Hún veitir nánari upplýsingar og tekur auk þess á móti ábendingum um staði eða svæði þar sem taka mætti til hendinni til fegrunar.

 

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS voru stofnuð árið 2005. Þau taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis- og menningarmála. SEEDS skipuleggur vinnubúðir um allt land í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og sveitarfélög.

Vinnubúðirnar standa allajafna í tvær vikur á hverjum stað, oftast með þátttöku 8-12 sjálfboðaliða, og hafa verkefnin verið mjög fjölbreytt. Þau hafa meðal annars falið í sér hreinsun strandlengjunnar á Langanesi, í Arnarfirði, á Reykjanesskaga og í Viðey, gróðursetningu í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagningu og viðhaldi göngustíga í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningarviðburði víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa og torfvinnu, svo eitthvað sé nefnt. Þá tóku hópar frá SEEDS þátt í hreinsunarstarfi eftir eldgosið í Eyjafjallajökli.

 

SEEDS

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31