Tenglar

14. apríl 2015 |

Hver bændafundurinn á fætur öðrum á Reykhólum

Myndir: Rebekka Eiríksdóttir.
Myndir: Rebekka Eiríksdóttir.
1 af 4

Að baki er á Reykhólum lota aðalfunda hjá félögum og samtökum bænda, ýmist í Reykhólahreppi eða á öllum kjálkanum, en þar af voru þrír í síðustu viku. Hún hófst með aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps síðasta dag marsmánaðar, síðan var aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps haldinn 8. apríl, aðalfundur Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum var 10. apríl og loks aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 11. apríl.

 

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi annaðist veitingar á tveimur þeim síðustu (á föstudag og laugardag), þar sem fundarfólk var af öllum kjálkanum, og gegndi því hlutverki með sóma eins og við var að búast.

 

Gestur á aðalfundi Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum var Haraldur Benediktsson bóndi á Vestri-Reyni, þingmaður Norðvesturkjördæmis og lengi áður formaður Bændasamtaka Íslands. Þar flutti hann erindi um ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni og á Vestfjörðum sérstaklega. Sjá næstu frétt hér á eftir.

 

Svipmyndirnar sem hér fylgja tók Rebekka Eiríksdóttir bóndi á Stað í Reykhólasveit. Allir áðurnefndir fundir voru haldnir í borðsal Reykhólaskóla.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31