Tenglar

12. mars 2016 |

Hvalárvirkjun – mikil búbót fyrir Vestfirði

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm.

Það yrði mikil búbót fyrir Vestfirði að fá raforku frá Hvalárvirkjun inn á svæðið, en ef sú orka á að nýtast fyrir fjórðunginn og standa íbúum og fyrirtækjum þar til boða verður samhliða að koma á hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum og endurnýjun flutningskerfisins á Vestfjörðum. Annars gagnast aukin orkuframleiðsla fjórðungnum lítið til eflingar atvinnulífs og öryggis í rafmagnsmálum.

 

Þannig hefst grein sem Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér fyrir ofan. Glefsur úr greininni:

 

Mikið hefur vantað á það í fjölda ára að afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum væri viðunandi. Þar hefur í áraraðir skort raforku sem framleidd er á heimaslóð og því hefur mikið þurft að nota dísilknúðar rafstöðvar. Sú nýjasta, varaaflstöðin í Bolungarvík, getur afkastað 11 MW, sem eykur verulega öryggið.

 

Fyrirtæki á Vestfjörðum eru að kaupa skerðanlega orku eða ótryggt rafmagn af OV, sem kaupir það af Landsvirkjun. Nú boðar Landsvirkjun hækkun á verði á þeirri orku umfram vísitölu og vill helst hrista af sér kaupendur slíkrar orku. Við þær aðstæður er það álitlegur kostur að virkja þá orku sem er í nýtingarflokki á Vestfjörðum. Einkarafstöðvar eru líka góð búbót fyrir fjórðunginn.

 

Brýnt að styðja við fullvinnslu afurða sem framleiddar eru á Vestfjörðum, þannig að kostir landshlutans fái notið sín sem best og laða þarf inn á svæðið umhverfisvæn fyrirtæki sem ekki eru orkufrek eða skaða ímynd Vestfjarða sem hins óspillta landsvæðis. Á Vestfjörðum eru iðnfyrirtæki sem skipta miklu fyrir búsetu þar, eins og Þörungavinnslan á Reykhólum og Kalkþörungavinnslan á Bíldudal, og í skoðun er kalkþörungavinnsla í Súðavík.

 

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31