Tenglar

7. ágúst 2012 |

Hittumst í kaupfélaginu!

Þóra Sigríður og Bjarney Ólafsdætur baka vöfflur/vöpplur í kaupfélaginu í Nesi.
Þóra Sigríður og Bjarney Ólafsdætur baka vöfflur/vöpplur í kaupfélaginu í Nesi.

Fólkið sem afgreiðir á markaði Handverksfélagsins Össu í gamla góða kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi (allt í senn handverks-, nytja- og bókamarkaður) hefur tekið eftir því hvað fólki finnst oft gaman að hitta þar sveitunga sína. Sú hugmynd kom upp að hafa þar einn dag í viku sérstaklega til að „hittast í kaupfélaginu“ og spjalla yfir kaffibolla. Núna verður hún að veruleika:

 

Í þessum mánuði verður gerð tilraun með að hafa slíka hittingsstund síðdegis á þriðjudögum - í fyrsta sinn í dag milli kl. 15.30 og 17. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

 

Þess utan er kaffi alltaf á boðstólnum á markaðinum í Nesi. Væntanlega verður opið þar út ágúst eða þar um bil. Hér verður nánar greint frá því þegar nær dregur lokum hversu lengi verður opið í sumar.

 

Á myndinni eru systurnar Þóra Sigríður og Bjarney Ólafsdætur að baka vöfflur fyrir gesti markaðarins í Nesi fyrr í sumar. Þær eru dætur Ólafs E. Ólafssonar, sem þar var fyrrum kaupfélagsstjóri. Gott ef önnur hvor systranna kom ekki við sögu, ellegar báðar, í afgreiðslu hjá Kaupfélagi Króksfjarðar í Króksfjarðarnesi (KKK) á ungum aldri fyrir allnokkrum áratugum.

 

_________________________________________

 

  • Ólafur E. Ólafsson (Ólafur Eggerts Ólafsson), sonur Ólafs Þórðarsonar bónda og Bjarneyjar Ólafsdóttur konu hans, ólst upp á Valshamri í Geiradalshreppi (nú Reykhólahreppi) til sex ára aldurs og síðan í Króksfjarðarnesi. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Króksfjarðar árið 1938, tvítugur að aldri, tók við stjórn þess 1943 og gegndi henni í þrjátíu ár.

 

21.06.2012 Nei, traktorinn í Nesi er ekki til sölu

15.06.2012 Handverks-, nytja- og bókamarkaðurinn í Nesi opnaður

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius, rijudagur 07 gst kl: 14:31

Faðir minn, Magnús Thorlacius hrl. (1905-1978) uppalinn á Hvalfjarðarströnd talaði ætíð um "vöpplur" en ekki vöfflur.

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, rijudagur 07 gst kl: 15:06

Fyrir mig er þetta sem þú segir hvalreki (af Hvalfjarðarströnd), kæri vinur Einar Örn. Ég ólst upp (suður í Mosfellssveit) við framburðinn vöpplur og heyrði ekki framburðinn vöfflur fyrr en ég var kominn á fullorðinsár. Síðan hef ég áratugum saman spurt fólk um framburðinn vöpplur og enginn hefur kannast við hann. Setti þetta hér undir myndina mér til gamans - einmitt vegna þess sem ég segi hér. Og - móðir mín sem bakaði vöpplurnar í æsku minni og uppvexti var hreinræktuð úr Austur-Barðastrandarsýslu og Breiðafjarðareyjum ...

Einar Örn Thorlacius, mivikudagur 08 gst kl: 08:53

Þetta er athyglisvert Hlynur Þór og ætti að rannsakast bæði af þjóðfræðingum og málfræðingum.

Steinunn Ó. Rasmus, mivikudagur 08 gst kl: 18:52

Móðir mín, Hrefna, Lilja systir hennar á Grund og Steinunn, amma mín á Reykhólum, bökuðu allar vöpplur. Ég hélt alltaf að vöpplurnar hefðu komið með ömmu úr Skagafirðinum en kannski eru þær bara héðan.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31