Tenglar

23. desember 2012 |

Helgihald um jól í Reykhólaprestakalli

Reykhólakirkja enn á byggingarstigi árið 1962. Hún var vígð haustið 1963.
Reykhólakirkja enn á byggingarstigi árið 1962. Hún var vígð haustið 1963.

Hjá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarpresti á Reykhólum eru sjö helgistundir og messur á dagskrá í prestakalli hennar á aðfangadag, jóladag og annan jóladag. Við jólastund barnanna og við helgistund í Barmahlíð syngur Hrefna Jónsdóttir og annast undirleik. Við messurnar á jóladag verður organisti Jón Ingimundarson en annan í jólum Viðar Guðmundsson. Félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja. Þessar eru jólaguðsþjónusturnar:

 

Aðfangadagur

 Jólastund barnanna í Reykhólakirkju kl. 14
 Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum kl. 16

 

Jóladagur

 Reykhólakirkja kl. 14
 Garpsdalskirkja kl. 16

 

Annar jóladagur

 Gufudalskirkja kl. 13
 Staðarhólskirkja í Saurbæ kl. 15
 Skarðskirkja á Skarðsströnd kl. 17

 

Myndin af Reykhólakirkju sem hér fylgir var tekin í júlímánuði 1962. Þá var hún ekki fullgerð. Vígslan fór fram rúmu ári síðar, þann 8. september 1963. Myndin er úr skjalasafni Húsameistara ríkisins hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

 

Sjá einnig hér:

25.11.2012  Myndir af kirkjunum tveimur á Reykhólum (teknar 1959 og 1961).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31