Tenglar

18. mars 2015 |

Heimasala afurða nýtur vaxandi vinsælda í Noregi

Í Noregi hafa bændur og þeir sem vinna landbúnaðarafurðir lagt á það áherslu síðustu ár að efla afurðasölu í heimahéruðum bændabýlanna og með heimasölu. Þetta átak hefur gengið vonum framar. Með þessu fæst aukin framlegð en líka styttist bilið á milli neytenda og bænda, auk þess sem verulega dregur úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar, þar sem ekki þarf að flytja hana um langan veg.

 

Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

 

Þessari hugmyndafræði virðast neytendur hafa tekið vel, en alls jókst heimasala afurða í Noregi um 16,5% á síðasta ári. Það er þrefalt meiri aukning en varð almennt í sölu á öðrum matvælum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31