Tenglar

17. nóvember 2008 |

Hei├░in f├Žr pr├Ż├░ilega d├│ma ├ş ├×├Żskalandi

Fr├í uppt├Âkum ├ş Kr├│ksfjar├░arnesi.
Fr├í uppt├Âkum ├ş Kr├│ksfjar├░arnesi.

Þýska dagblaðið Die Rheinpfalz birti í síðustu viku samantekt um kvikmyndahátíðina í Mannheim-Heidelberg eftir einn félaga FIPRESCI-dómnefndarinnar, Susanne Schutz, undir fyrirsögninni „Á mörkum hins löglega" eða „Am Rande der Legalität". Í greininni, sem prýdd er stórri mynd frá Skálanesi við Breiðafjörð úr Heiðinni, kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar frá Hvilft í Önundarfirði, fer höfundur misjöfnum höndum um myndirnar. Hún segir frá 5 af 34 myndum hátíðarinnar en endar greinina á því að gefa Heiðinni mjög lofsamleg ummæli, segir myndina hafa stórfína hreyfingu, leika sér að þolinmæðinni og vera vegamynd með eigin persónuleika.

 

Þetta var í fyrsta sinn sem Heiðin er sýnd gagnrýnendum og almennum áhorfendum utan Íslands. Myndin var vel sótt á hátíðinni og var sýningum fylgt eftir með fyrirspurnum áhorfenda til leikstjóra og leikara. Hátíðinni lauk í gær, sunnudag.


Heiðin verður sýnd á ýmsum hátíðum næstu misserin bæði innan og utan Evrópu. Hún verður næst sýnd í Eistlandi í lok þessa mánaðar og verður m.a. á stórri alþjóðlegri hátíð í Kazakstan á næsta ári. Það mun vera í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er sýnd þar um slóðir.

 

Þetta kemur fram á vefnum Landi & sonum, málgagni íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

 

Heiðin var tekin upp á sunnanverðum Vestfjörðum í vor, að mestu í Reykhólasveit. Myndin er íslensk/ensk framleiðsla og var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hún skartar glæsilegum hópi leikara af yngri og eldri kynslóðinni. Sagan fjallar um mann sem er beðinn um að fara með kjörkassa út á flugvöll en missir af flugvélinni. Hún er í léttum dúr og gerist í nútímanum.

 

Umsagnir hérlendra gagnrýnenda um Heiðina voru nokkuð misjafnar. Jón Viðar Jónsson sagði í DV að Einar Þór væri ekki sjóaður kvikmyndahöfundur: „Þó að ég efist ekkert um skólun hans og reynslu er vald hans yfir frásagnartækni kvikmyndarinnar enn sem komið er ekki mikið." Ólafur H. Torfason sagði aftur á móti á Rás tvö: „... málið er það að Einar Þór Gunnlaugsson kemur dálítið öðruvísi að viðfangsefni sínu en flestir aðrir íslenskir leikstjórar", og sagði í pistli sínum leikstjórann skapa af fagmennsku andrúmsloft tilfinningar og sögu. Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði handritið þunnt þótt margt væri vel gert og fallegt. Gagnrýnandi Morgunblaðsins fór lofsamlegum orðum um Heiðina með orðunum „sérstakur sjarmur" og sagði myndina laglega útfærða hugmynd. Illugi Jökulsson skrifaði grein í helgarblað 24 stunda þar sem hann kallaði myndina „dáindis góða".

 

Skrifa├░u athugasemd:


Atbur├░adagatal

« Jan˙ar 2022 »
S M ├× M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31