Tenglar

28. nóvember 2012 |

Halldór Jónsson frá Garpsdal jarðsunginn

Sr. Sjöfn Þór og Halldór í kirkjunni í Garpsdal á hvítasunnudag 2008.
Sr. Sjöfn Þór og Halldór í kirkjunni í Garpsdal á hvítasunnudag 2008.
1 af 3

Halldór Jónsson frá Garpsdal verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 11 á föstudag. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 21. nóvember, daginn eftir 96 ára afmælið sitt. Lengst af ævi átti Halldór heima í Garpsdal og síðan í Króksfjarðarnesi og var jafnan nefndur Halli í Garpsdal og síðan Halli í Nesi.

 

Þegar Halldór var kominn á miðjan aldur kvæntist hann Huldu Pálsdóttur frá Hafrafelli í Reykhólasveit. Síðustu 25 árin fyrir vestan starfaði Halldór hjá kaupfélaginu í Nesi, „en síðan fluttum við í Hafnarfjörð, þar sem þrjú af börnum Huldu heitinnar voru búsett. Við áttum ekki börn saman en stjúpbörnin hafa reynst mér eins og hefðu þau verið mín eigin börn,“ sagði Halldór í samtali við umsjónarmann vefjar Reykhólahrepps vorið 2008.

 

Þá var spjallað við Halldór í tilefni af því, að við messu í Garpsdal á hvítasunnudag færði hann kirkjunni þar að gjöf nýja áletraða biblíu til minningar um fósturforeldra sína, hjónin Haflínu Guðjónsdóttur og Júlíus Björnsson, sem bjuggu í Garpsdal meira en fjóra áratugi.

 

Sjá einnig:

14. maí 2008 Aldraður maður á heimaslóð

 

Athugasemdir

Björk, mivikudagur 28 nvember kl: 22:02

Man vel eftir Halla í Kaupfélaginu þegar maður kom þangað, ég var bara lítil en man vel hvað ég var heilluð af Halla, hann var líka svo góður, talaði við mann og var svo hlýr og góður, og kom eins fram við alla.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.

Kv. Björk Stefánsd.
Reykhólum

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2022 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30