Tenglar

24. desember 2015 |

Gúmmískór teknir í misgripum

Tumi á Reykhólum auglýsir eftir gúmmískónum sínum. Þegar hann var að búa sig til heimferðar úr skötuveislu Lions í gær og flestir farnir voru gúmmískórnir hans horfnir. Aftur á móti voru þar aðrir mörgum númerum stærri og enginn þeirra sem ófarnir voru átti þá. Tumi neyddist þess vegna til að fara heim á þessum rúmgóðu sjömílnaskóm sem tolldu mjög illa á fótunum.

 

Fyrirspurnir hafa ekki leitt til neins. Þess vegna er hér á vefnum auglýst eftir skónum þannig að hægt sé að skipta og Tumi treysti sér til að fara í jólamessuna.

 

Eftir standa spurningar varðandi þann sem tók skóna í misgripum: - 1) Hvernig komst hann í þá? - 2) Komst hann úr þeim aftur?

 

Athugasemdir

Gústi, fstudagur 25 desember kl: 14:39

Ég var einmitt að velta fyrir mér hvers vegna ég var svona lengi á leiðinni heim úr skötuveislunni,

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31