Tenglar

3. desember 2016 | Umsjón

Gufudalssókn og Reykhólasókn sameinaðar

Gufudalskirkja.
Gufudalskirkja.
1 af 2

Samþykkt var á Kirkjuþingi fyrir skömmu að sameina Reykhólasókn og Gufudalssókn í Reykhólaprestakalli í eina sókn með heitinu Gufudals- og Reykhólasókn og tók sameiningin gildi núna um mánaðamótin. Fram kom að sameiningin feli í sér fjárhagslegt hagræði og einföldun og henni fylgi enginn kostnaður.

 

Við þetta fækkar sóknum í Reykhólaprestakalli úr sex í fimm, þar af þrjár í Reykhólahreppi. Sóknirnar eru eftir sameiningu Gufudals- og Reykhólasókn, Garpsdalssókn, Flateyjarsókn, Staðarhólssókn í Saurbæ og Skarðssókn á Skarðsströnd.

 

Gufudalskirkja (smíðuð 1908) er annað tveggja friðaðra húsa uppi á fastalandinu í Reykhólahreppi, hitt er kirkjan á Stað á Reykjanesi. Í Flatey eru nokkur hús að auki friðuð, svo og Ranakofinn í Svefneyjum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31