Tenglar

3. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Gistimöguleikum fjölgar í Reykhólahreppi

Útsýni af svölunum
Útsýni af svölunum
1 af 9

Í Mýrartungu 1 eru risin 2 myndarleg bjálkahús, þar sem verður rekin gistiþjónusta. Hjónin Erla Reynisdóttir og Jens Hansson bændur í Mýrartungu hafa unnið við að byggja húsin undanfarið tæpt ár.

 

Húsin 2 eru eins, tvílyft með svölum á efri hæð, hvort hús er með 5 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og rúmgóðri borð- og setustofu. Húsin hafa fengið nöfn af örnefnum í nágrenninu, þau heita Álfhóll og Strýta.

 

Það er byrjað að bóka gistingu, og sagði Jens að töluvert væri þegar búið að bóka í sumar.

Fyrstu gestirnir koma um mánaðamótin maí - júní, þá verður opnað.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31