Tenglar

30. ágúst 2012 |

Fullt út úr dyrum að fylgjast með smíðinni

Feðgarnir Hafþór Rósmundsson og Hjalti við bátinn í gamla slippnum á Siglufirði. Ljósm. Sveinn Þorsteinsson.
Feðgarnir Hafþór Rósmundsson og Hjalti við bátinn í gamla slippnum á Siglufirði. Ljósm. Sveinn Þorsteinsson.
1 af 3

„Þetta er það alskemmtilegasta sem ég hef komist í. Að sjá bátinn birtast fyrir augunum á mér eftir 10 ára vinnu er engu líkt,“ segir Hjalti Hafþórsson um endursmíði á bátnum sem fannst í kumli í Vatnsdal við sunnanverðan Patreksfjörð 1964. Smíði bátsins hófst í gamla slippnum á Siglufirði í lok júlí og er báturinn nánast tilbúinn. „Það er sérstakur fílingur að smíða bátinn hérna inni,“ segir Hjalti um aðstöðuna, en mennta- og menningarmálaráðuneytið og Síldarminjasafn Íslands styrktu verkefnið.

 

Ofanritað kemur fram í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Hjalti Hafþórsson er búsettur á Reykhólum en hefur notað sumarfríið sitt í bátssmíðina á Siglufirði. Hann kemur aftur í kokkaríið í mötuneyti Reykhólahrepps nú um mánaðamótin en ætlar að nota vaktafríin til að ljúka verkinu fyrir norðan.

 

  • Margir hafa fylgst með smíðinni og gestum hefur fjölgað eftir því sem verkinu hefur miðað áfram. „Það hefur komið mér á óvart hvað áhuginn hefur verið mikill,“ segir Hjalti, en um helgina var skemmtiferðaskip í Siglufirði og fullt út úr dyrum hjá honum. Hjalti segir að erlendu gestirnir hafi tæmt birgðirnar af trénöglunum, fengið þá sem minjagripi.
  • „Aðstoðarmaður minn, karl faðir minn, Hafþór Rósmundsson, hefur tálgað alla trénaglana og hann situr núna og tálgar.“
  • Báturinn er feræringur, smíðaður úr lerki eins og Vatnsdalsbáturinn. Hann er 5,90 m að lengd en Þór Magnússon, fornleifafræðingur og síðar þjóðminjavörður, taldi að gamli báturinn hefði varla verið mikið yfir sex metra langur.

 

Lesið umfjöllunina í heild á mynd nr. 2 (smellið á hana til að stækka).

 

31.05.2012 Styrkur til endursmíði báts frá árdögum Íslendinga (mikill fróðleikur um Vatnsdalsbátinn)

10.03.2012 Fetar í spor pabbans - með óbeinum hætti þó (um Brynju Sif, dóttur Hjalta Hafþórssonar)

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31