Tenglar

29. mars 2021 | Sveinn Ragnarsson

Fornminjasjóður styrkir viðgerð á bátnum Sindra

Jón Þórðarson á Sindra, á Þorskafirðinum.
Jón Þórðarson á Sindra, á Þorskafirðinum.
1 af 2

Við úthlutun úr Formninjasjóði þann 25. mars 2021, var FÁBBR veittur styrkur, að upphæð 2.000.000 kr. til vihalds og endurbóta á bátnum Sindra.

 

Ráðgert er að vinna að viðgerðinni í Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum  sumarið 2021 og mun Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari, formaður FÁBBR, stýra framkvæmd hennar.

 

Sindri var smíðaður árið 1936 af Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað á Reykjanesi. Á þessum tíma var tvíbýli á Stað en síðar(1949) byggði Jón nýbýlið Árbæ.

 

Sindri er smíðaður úr eik og furu og skráður 2,5 brl. Var upphaflega með 5 ha Skandia vél, árið 1946 var sett í bátinn 8 ha. Skandia vél, 1983 var sett í bátinn 8 ha Sabb vél og 1995 10 ha Sabb vél sem er í bátnum í dag.

 

Sindri var notaður af Staðar og Árbæjar bændum í áratugi við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki. 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31