Tenglar

19. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fornleifafélagið fær rannsóknastyrki

Úr skýrslunni um Skáleyjar.
Úr skýrslunni um Skáleyjar.

Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna fær styrki úr Fornminjasjóði til tveggja verkefna, en úthlutunin var birt á vef Minjastofnunar Íslands í gær. Annað verkefnið er skráning fornleifa í Flatey á Breiðafirði en hitt er skráning bænhús- og kirkjustaða í Dalasýslu, samtals rúmlega tvær milljónir. Félagið hefur áður staðið fyrir skráningu menningarminja í Öxney, Akureyjum, Hergilsey, Oddbjarnarskeri og Skáleyjum og hefur látið skrá alla bænhús- og kirkjustaði í Austur-Barðastrandarsýslu.

 

Skýrslur um þessar rannsóknir má nálgast hér á vef Reykhólahrepps (Byggð og saga - skýrslur í valmyndinni vinstra megin) auk þess sem birtar hafa verið greinar í Árbók Barðastrandarsýslu.

 

Stefnt er að því að vinna að skráningu í Flatey og í Dalasýslu síðsumars og munu frekari fréttir þar að lútandi birtast hér á vefnum. Reykhólahreppur og Breiðafjarðarnefnd hafa sýnt verkefnum félagsins áhuga og stuðning. Formaður þess frá upphafi er Björn Samúelsson á Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31