Tenglar

16. júní 2011 |

Fólk getur fengið Vinnuskólann til verka af ýmsu tagi

Jón Þór Kjartansson verkstjóri Vinnuskólans ásamt mannskapnum.
Jón Þór Kjartansson verkstjóri Vinnuskólans ásamt mannskapnum.
Ungmennin í Vinnuskóla Reykhólahrepps slá ekki slöku við að snyrta og fegra umhverfið - nema rétt á meðan ljósmyndari kemur á vettvang og verkstjórinn kallar þau saman fyrir myndatöku. Reykhólahreppur minnir á, að fólk sem vill fá mannskapinn til sláttar eða hreinsunar á lóðum og lendum eða í önnur tilfallandi verkefni getur haft samband við Jón Þór Kjartansson verkstjóra í síma 892 3830 eða sent tölvupóst í netfangið skrifstofa@reykholar.is.

 

Myndin var tekin í dag í Kvenfélagsgarðinum (Hvanngarðabrekkunni) á Reykhólum. Tekið skal fram, að þegar ljósmyndari kom voru allir á fullu við vinnu sína, líka sá sem liggur framan við hópinn. Hann liggur þar bara til þess að myndin yrði „myndrænni“. Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31