Tenglar

22. september 2011 |

Flutningabíll komst ekki upp Ódrjúgsháls

Vestfjarðavegur 60 yfir Ódrjúgsháls.
Vestfjarðavegur 60 yfir Ódrjúgsháls.

Flutningabíll á leið til Patreksfjarðar fyrr í vikunni með byggingarefni vegna hafnarframkvæmda komst ekki upp Ódrjúgsháls í Gufudalssveit vegna aurbleytu. Sveinn Kristjánsson verktaki sagði í samtali við mbl.is að bílstjórinn hefði verið klukkutímum saman að reyna komast upp hálsinn en ekkert hafi gengið. Reynt var að setja keðjur undir en allt kom fyrir ekki. Um er að ræða venjulegan flutningabíl sem kemst alla jafna allra sinna ferða. Sveinn sagði að loks hefði verið gripið til þess ráðs að fá annan öflugri bíl langt að til að koma vörunum upp hálsinn og á áfangastað.

 

Meðfylgjandi mynd tók Jónas Guðmundsson sýslumaður í Bolungarvík. Hún er klippt út úr stærri mynd á vef hans um samgöngumál á Vestfjörðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31