Tenglar

6. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fjórðungsþing: Vegamálin á dagskrá eina ferðina enn

Frá vinstri: Friðbjörg, Áslaug, Sveinn, Aðalsteinn, Ingibjörg Birna, Sandra Rún, Ágúst Már og Andrea Kristín. Myndina tók Jón Gísli Jónsson frá Steinadal.
Frá vinstri: Friðbjörg, Áslaug, Sveinn, Aðalsteinn, Ingibjörg Birna, Sandra Rún, Ágúst Már og Andrea Kristín. Myndina tók Jón Gísli Jónsson frá Steinadal.

Allir sveitarstjórnarmenn í Reykhólahreppi mættu ásamt sveitarstjóra á 59. Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var á Þingeyri þetta árið. Þingað var stíft á föstudag frá hálfníu að morgni til sex um kvöldið. Laugardagurinn styttist vegna þess að ráðherrar og þingmenn og fleiri sem boðað höfðu komu sína og áttu jafnvel að flytja erindi komust ekki vegna ófærðar, en flug vestur lá niðri á föstudag.

 

„Enn var rætt um Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit eins og gert hefur verið síðasta áratuginn í það minnsta, sem og Dýrafjarðargöng og bættan veg um Dynjandisheiði. Þá var meðal annars rætt um netvæðingu, laxeldi á Suðurfjörðunum og ýsuveiði í Húnaflóa“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

 

Myndin sem hér fylgir var tekin á laugardagsmorguninn. Þar eru þeir fulltrúar úr Reykhólahreppi sem eftir voru, en Karl oddviti á Kambi og Vilberg varaoddviti á Hríshóli voru þá farnir heim á leið. Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Reykhólahreppi, fráfarandi stjórnarmaður í Fjórðungssambandinu, lét af starfi á þinginu. Hann baðst undan endurkjöri í sveitarstjórn á liðnu vori og var því ekki lengur kjörgengur í stjórn eða nefndir á vegum sambandsins.

 

Með fulltrúum Reykhólahrepps sem eftir voru eru á myndinni Friðbjörg Matthíasdóttir, sem kosin var formaður stjórnar Fjórðungssambandsins, Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri þess til margra ára, og Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar.

 

Ályktanir 59. Fjórðungsþings Vestfirðinga 4.-5. október 2014 má lesa hér

 

Sjá einnig:

Karl á Kambi í fastanefnd um samgöngumál

 

Athugasemdir

Ólafur Bjarni Halldórsson, rijudagur 07 oktber kl: 06:17

Það hlýtur að vera nánast náttúrulögmál að vegamál séu á dagskrá Fjórðungsþings Vestfirðinga. Það fyrirfinnst enginn landshluti á Íslandi þar sem jafn mikið er ógert í vegamálum og á Vestfjörðum.

Athyglisvert að þingmenn og ráðherrar "komust ekki vegna ófærðar." Var landleiðin líka ófær?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2023 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30