Tenglar

24. október 2009 |

Fimm milljóna króna aukaframlag úr Jöfnunarsjóði

Samkvæmt áætlun ráðuneytis sveitarstjórnarmála fær Reykhólahreppur fimm milljónir króna í sinn hlut við úthlutun á aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir þetta ár. Ísafjarðarbær fær hæsta framlagið af öllum sveitarfélögum landsins eða 92 milljónir. Þar á eftir fylgja Skagafjörður og Norðurþing með ríflega tuttugu milljónum minna. Hjá vestfirskum sveitarfélögum kemur næstmest í hlut Vesturbyggðar eða  41,5 milljónir króna. Í hlut Strandabyggðar koma 14,9 milljónir, Tálknafjarðarhrepps 11,4 milljónir, Bolungarvíkurkaupstaðar 10,2 milljónir, Reykhólahrepps 5 milljónir eins og áður segir, Súðavíkurhrepps 3,4 milljónir, Kaldrananeshrepps 900 þúsund krónur, Árneshrepps 8 þúsund krónur og Bæjarhrepps ekkert.


Aukaframlag ársins úr Jöfnunarsjóði er einn milljarður króna og er því ætlað að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga á þessu ári. Með hliðsjón af ýmsum breytingum sem orðið hafa í rekstrarumhverfi sveitarfélaga frá síðasta ári, svo sem auknu atvinnuleysi og hærri fjármagnskostnaði, hefur reglum um úthlutun framlagsins í ár verið breytt.

 

Helstu breytingar eru þær að reglur um útreikning á framlagi til sveitarfélaga þar sem íbúafjöldi vex minna en í Reykjavíkurborg hafa verið einfaldaðar. Þá er tekið mið af þróun heildartekna en ekki eingöngu útsvarstekna eins og áður.

 

Þrátt fyrir breyttar reglur er ráðstöfun aukaframlagsins eins og áður að mestu til sveitarfélaga þar sem íbúafjöldi hefur vaxið minna en í Reykjavíkurborg.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31