Tenglar

28. febrúar 2012 |

Ferðaþjónusta: EDEN-kynning í Bjarkalundi

Vestfirðir fengu viðurkenninguna European Destination of Excellence – EDEN árið 2010 fyrir vatnstengda ferðaþjónustu (Aquatic Tourism) og árið 2011 fékk Stykkishólmsbær einnig EDEN viðurkenningu. Markaðsstofa Vestfjarða hefur unnið í þróun verkefnisins frá árinu 2010 og meðal annars tekið þátt í stefnumótun þess innan Evrópu ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða. Nú er komið að því að setja fram þjónustu í tengslum við þetta vörumerki og af því tilefni er á dagskránni að halda tveggja daga vinnufund í Bjarkalundi þar sem saman koma ferðaþjónar frá Vestfjörðum og Stykkishólmsbæ auk fulltrúa frá samstarfsaðilum fundarins. Stefnt er að því að halda fundinn 21. og 22. mars.

 

Þeir sem áhuga hafa á því að vinna með þetta þema, þ.e. vatnstengda ferðaþjónustu eða samstarf við ferðaþjóna í Stykkishólmsbæ undir merkjum EDEN, þurfa að taka þessa daga frá. Kostnaði er haldið í lágmarki og bjóða staðarhaldarar upp á pakka: Gistingu, morgunmat, hádegismat og kvöldverð á kr. 10.000 á mann. Fyrir aukanótt rukkast kr. 5.000.

 

Til þess að geta markaðssett sig með þessu vörumerki þarf viðkomandi ferðaþjónn að fá vottun Vakans. Það ferli verður nánar útskýrt á vinnufundinum. Gott væri því að mæta á kynningarfundi Ferðamálastofu sem haldnir verða um allt land á næstunni. Dagskrá fundarins á Ísafirði má sjá hér.

 

Á fundinum í Bjarkalundi verða hönnuðir og ráðgjafar varðandi vöruþróun, markaðssetningu og gæðamál.

 

Gert er ráð fyrir að í lok fundarins verði þátttakendur með fullmótaða vöru.

 

Þessi vinnufundur er haldinn í samvinnu Markaðsstofu Vestfjarða, Markaðsstofu Vesturlands, Ferðamálastofu og Íslandsstofu.

 

Endilega skráið ykkur með því að senda póst á travel@westfjords.is þar sem þið takið fram fjölda þátttakenda og takið dagana frá.

 

► EDEN - European Destinations of Excellence (Frábærir áfangastaðir í Evrópu)

► EDEN - Vestfirðir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31