Tenglar

6. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ferðamannastaðir: Auglýst eftir umsóknum um styrki

Frá vinnu við frystihúsið gamla í Flatey á liðnu sumri. Ljósm. Björn Samúelsson.
Frá vinnu við frystihúsið gamla í Flatey á liðnu sumri. Ljósm. Björn Samúelsson.

Eins og hér kom fram fyrir skömmu var veittur 3,7 millj. króna styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til endurbyggingar frystihússins í Flatey við fyrstu úthlutun á þessu ári. Nú auglýsir sjóðurinn á ný eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum.

 

Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
  • Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
  • Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

 

 Allar nánari upplýsingar hér á vef Ferðamálastofu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31