Tenglar

17. apríl 2011 |

Félag vestfirskra listamanna stofnað

Stjórnin: Elfar, Ómar, Jón, Matthildur, Dagný og Ragnheiður. Eigandi myndar: Matthildur Helga- og Jónudóttir.
Stjórnin: Elfar, Ómar, Jón, Matthildur, Dagný og Ragnheiður. Eigandi myndar: Matthildur Helga- og Jónudóttir.
Á sjöunda tug sótti Listamannaþing Vestfjarða, sem haldið var á Ísafirði um síðustu helgi. Í þinglok var Félag vestfirskra listamanna stofnað. Allir sem ganga í félagið fyrir ágústlok teljast stofnfélagar, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og félög sem með einhverjum hætti geta talið sig vestfirsk, hvort sem aðsetrið er á Vestfjörðum eða ekki. Félagið er jafnt fyrir lærða og leika og alls engin skylda að félagar séu listafólk heldur aðeins njótendur listar.

 

Fyrsta verk hins nýja félags verður að standa að útgáfu veglegs kynningarrits um vestfirska menningu. „Vonandi getum við komið ritinu út á þessu ári en þetta verður flott og vel hannað með miklu myndefni. Því verður dreift um land allt til kynningar á vestfirskri menningu. Erfiðasti og dýrasti parturinn við listastarfið er kynningarstarfið. Það eru svo margir einyrkjar sem ansi dýrt er fyrir að auglýsa. Það er því stærsti þröskuldurinn“, segir Elfar Logi Hannesson leikari á Ísafirði í samtali við bb.is á Ísafirði.

 

Aðalstjórn Félags vestfirskra listamanna skipa Jón Þórðarson, Matthildur Helga- og Jónudóttir og Elfar Logi Hannesson. Í varastjórn eru Ómar Smári Kristinsson, Dagný Þrastardóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir.

 

Sjá nánar hér um Listamannaþingið sjálft.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28