Tenglar

19. apríl 2011 |

Fé til menningar og ferðaþjónustu næstu þrjú ár

Ráðherrarnir undirrita samningana.
Ráðherrarnir undirrita samningana.
Samningar til þriggja ára um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu milli ríkisins og sambanda sveitarfélaga um allt land voru undirritaðir á föstudag. Þeir fela í sér að árlega verður 250 milljónum króna varið til menningarmála og menningartengdrar ferðaþjónustu um allt land, þar af 35 milljónum til Vestfjarða. Þar með er stuðningi ríkisins beint í einn farveg í því skyni að efla slíkt starf um landið allt og gera það sýnilegt.

 

Markmið samninganna er að efla samstarf á sviði menningarmála á hverju svæði, auk þess að stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og fjölgun atvinnutækifæra á sviði menningar, lista og menningartengdar ferðaþjónustu. Á hverju svæði, þar á meðal á Vestfjörðum, starfa menningarráð sem eru vettvangur samstarfs sveitarfélaganna. Þau hafa það hlutverk að standa fyrir þróunarstarfi og úthluta fé til verkefna á sviði menningar og menningartengdrar ferðaþjónustu.

 

Þær nöfnur Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra undirrituðu samningana fyrir hönd ríkisins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31