Tenglar

7. nóvember 2012 |

Eineltisáætlun varðandi starfsfólk Reykhólahrepps

Eins og fram kemur í næstu frétt hér á undan er dagurinn á morgun, 8. nóvember, baráttudagur gegn einelti og má þar m.a. lesa hvatningarorð Katrínar Jakobsdóttur ráðherra mennta- og menningarmála af því tilefni. Jafnframt er þar slóð á undirskriftalista til stuðnings þessari baráttu. Hér skal jafnframt vakin athygli á áætlun sem samþykkt hefur verið varðandi einelti sem kynni að snerta starfsfólk Reykhólahrepps og sveitarfélaganna á Ströndum.

 

Þar segir m.a. í inngangi:

  • Vinnustaður þar sem áreitni og einelti fær þrifist er óheilbrigður og mikilvægt að sporna við því. Einelti getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau fyrirtæki og stofnanir þar sem það kemur fyrir, auk þeirra sem þar starfa. Allir starfsmenn hafa þær skyldur að fyrirbyggja einelti. Þeim ber einnig að reyna að leysa ágreining og vandamál sem koma upp í samskiptum á vinnustöðum.

Kaflinn Markmið áætlunarinnar er þannig: 

  • Að starfsfólk sveitarfélaganna sé öruggt í sínu umhverfi og finnist gott að starfa hjá sveitarfélaginu.
  • Að starfsfólk gæti þess í hvívetna að fara eftir siðareglum sveitarfélaganna.
  • Að starfsfólk sé meðvitað og upplýst um hvaða hegðun er óviðunandi á vinnustað þess.
  • Að draga úr hættu á því að þær aðstæður skapist sem geti leitt til ótilhlýðilegrar háttsemi eða eineltis.
  • Að starfsfólk þekki boðleiðir við slíkar kringumstæður og geti brugðist rétt við.
  • Að starfsfólk sé meðvitað um málsmeðferð í eineltis- og áreitnismálum á sínum vinnustað.

 

Eineltisáætlun vegna starfsmanna Reykhólahrepps og sveitarfélaganna á Ströndum er að finna hér og jafnframt undir Mannréttindi í valmyndinni hér til vinstri.

 

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Skrifum öll undir þjóðarsáttmála gegn einelti

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31