Tenglar

21. nóvember 2012 |

Einelti, forvarnir og úrvinnsla eineltismála

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður flutt í Félagsheimili Hólmavíkur síðdegis á morgun, fimmtudag, kl. 16.30-18. Fyrir erindinu stendur Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur flytur fyrirlestur byggðan á nýútkominni bók sinni, EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

 

Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum opna málaflokki, opna betur augu fólks fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun, segir í tilkynningu frá Ragnheiði Sigurðardóttur, verkefnastjóra Æskulýðsvettvangsins.

 

Á erindinu verður Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun sem og eineltisplakati og nýútkomnum Siðareglum Æskulýðsvettvangsins dreift.

 

Léttar kaffiveitingar í boði.

 

Erindið er öllum opið.

 

Æskulýðsvettvangurinn

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31