Tenglar

1. júlí 2016 |

EM á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum

„Við stefnum að því að sýna EM-leikina hér á sýningunni annað kvöld (laugardag) og á sunnudag (Frakkland-Ísland) og síðan alla leikina sem eftir eru á mótinu,“ segir Harpa Eiríksdóttir á Báta- og hlunninda­sýningunni á Reykhólum. „Við erum að púsla saman tæknilegum atriðum, svo endilega að fylgjast með á Facebook-síðu sýningarinnar, við látum vita ef eitthvað breytist.“

 

Á sunnudagskvöldið þegar Ísland spilar verður húsið opnað klukkan 18.30 og sjoppan verður opin. „Frítt inn og fólk má mæta með sinn bjór, en endilega skella smá klinki í safnbaukinn okkar. Á morgun er stefna á að sýna frá leiknum klukkan 19 (Þýskaland - Ítalía), húsið opnað eitthvað fyrir leik og barinn opinn og svo verður lifandi tónlist fram á nótt.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31