Tenglar

9. mars 2012 |

Dún-heilsuskjól: Fékk hugmyndina eftir heilaskurð

1 af 4

Dóróthea Sigvaldadóttir frá Hafrafelli í Reykhólasveit (Dóra á Skriðulandi) verður með kynningu á heilsuskjólum úr íslenskum æðardún í borðsal Reykhólaskóla á sunnudag kl. 13-17. Þetta er hennar eigin hönnun og hugmyndina fékk hún við mjög sérstakar aðstæður. Hér er um að ræða dúnsjöl fyrir háls og herðar, dúnhlífar fyrir úlnliði og ökkla og innlegg í skó og sokka. Heilsuhlífar þessar eru úr venjulegu dúnheldu efni en líka úr silki og satíni, fylltar með íslenskum æðardún.

 

Dóra gekkst undir heilaskurðaðgerð á liðnu hausti. Á spítalanum tveimur dögum eftir aðgerðina fékk hún hugmyndina að heilsuskjólunum og hefur unnið við þau síðan og fengið einkaleyfi - „svo að þessu verði ekki stolið af mér“, segir hún. „Ég veit ekki til að svona sé framleitt nokkurs staðar í heiminum.“

 

 

Dóra segist ekkert mega vinna og þess vegna fáist hún bara við eitthvað létt.

 

Létt, segir hún.

 

Þá má ætla að æðardúnninn passi nokkuð vel.

 

Módelið á myndunum sem hér fylgja er systir Dóru, Marta Sigvaldadóttir á Stað í Steingrímsfirði.

 

Við birtingu þessarar fréttar er ekkert samráð haft um það við Dóru, að ekki sé ólíklegt að henni þætti gaman að fá upphringingu vegna þessa framtaks í síma 893 2928.

 

Athugasemdir

Gerður Sigurðardóttir, laugardagur 10 mars kl: 11:27

Sælt veri fólkið, hvað er verðið á þessari snildar flík (";)

H. Þ. Magnússon, laugardagur 10 mars kl: 11:40

Dóra er víðsfjarri tölvu núna um helgina - heyrði í henni í síma - bara hringja í hana, besta mál: 893 2928.

Alda María Magnúsdóttir, laugardagur 10 mars kl: 17:54

Gangi þér vel Dóra mín á hvað selur þú þessi sjöl ,þetta er nú alveg tilvalið í gjafir bæði fyrir fullfrísk og aldraða hef mikin áhuga vonast til að heya frá þér batakveðjur Alda hans Tomma

Anna Dóra, sunnudagur 11 mars kl: 13:38

Það virðist stundum sem einföldustu hugmyndir skili því besta og að sama skapi finnst manni stundum að það einfalda sé of nærri til að manni detti það í hug.
Þetta er frábært hjá henni Dóru. Megi hún njóta ríkulega af flottri hugmynd og hönnun.

Sigþóra Gunnarsdóttir, sunnudagur 11 mars kl: 15:07

Það er ekki af henni skafið henni Dóru vinkonu minni ... Frábær hugmynd !!!! Bestu kveðjur af Skaganum :)

Dóróthea Sigvaldadóttir, rijudagur 13 mars kl: 23:28

Kæru vinir takk fyrir ef þið þurfið að ná í mig , netfangið mitt er hafrafell@gmail.com 187

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31