Tenglar

27. febrúar 2012 |

Brids á Hólmavík: Reykhólamenn í efstu sætum

Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) sigraði á árlegu bridsmóti til minningar um Karl Aðalsteinsson á Smáhömrum við Steingrímsfjörð, sem haldið var á Hólmavík í gær. Eyvindur S. Magnússon á Reykhólum (Eyvi) varð í öðru sæti. Hér er um silfurstigamót að ræða og keppt í einmenningi um farandbikar. Jökull Kristjánsson á Reykhólum sigraði í fyrra, þannig að bikarinn verður enn um sinn Breiðafjarðarmegin heiða. Jökull átti þess ekki kost að vera með núna og verja bikarinn.

 

Sextán kepptu á mótinu. Dalli hlaut 111 stig, Eyvi 108 stig, þriðji með 103 stig varð Maríus Kárason á Hólmavík og fjórði með 102 stig varð Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum, sonarsonur Karls. Miðlungur var 90 stig.

 

Sjá einnig:

Reykhólamenn fengu gull og bikara

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31