Tenglar

3. febrúar 2012 |

Bókasafnið: Lesnar ævintýrasögur úr Tröllasporum

Á morgun er fyrsti laugardagur í febrúar. Þess vegna skal hér á það minnt, að bókasafnið á Reykhólum er opið fyrsta laugardag í mánuði kl. 10-12. Þegar sá tími er hálfnaður eða kl. 11 les Harpa bókavörður fyrir krakkana. Að þessu sinni les hún skemmtilegar frásagnir úr riti sem heitir Tröllaspor. Þar eru saman komnar tröllasögur sem Alda Snæbjörnsdóttir safnaði héðan og þaðan úr arfi íslenskra þjóðsagna.

 

Margar bækur hafa bæst við á safninu að undanförnu, bæði gefnar og keyptar. Harpa hvetur alla til að koma á bókasafnið og eiga þar góða stund. Fyrir utan fyrsta laugardaginn í mánuði er safnið opið tvisvar í viku, mánudaga kl. 15-17 og miðvikudaga kl. 13-15.

 

19.01.2012  Myndefni í boði og myndefni óskast

01.12.2011  Bókasafnið opnað í gamla leikfimisalnum - myndir

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, fstudagur 03 febrar kl: 20:58

Gaman að fylgjast með áhuganum og kraftinum hjá Hörpu í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31