Tenglar

10. september 2013 | vefstjori@reykholar.is

Boðsbréf til íbúa Reykhólahrepps

Norður & Co býður öllum íbúum Reykhólahrepps í opnunarhóf eða risgjöld saltvinnslunnar við Reykhólahöfn þriðjudaginn 17. september kl. 17. Efnt verður til matarveislu þar sem gestum býðst að bragða á fjölbreyttum réttum ásamt Norður salti, fyrstu afurð fyrirtækisins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun heiðra samkomuna og opna vinnsluna formlega. Þá taka við svolítil ræðuhöld og síðan verður almenn skemmtidagskrá.

 

Norður & Co

Garðar Stefánsson

Søren Rosenkilde 

 

Athugasemdir

Hrefna, rijudagur 10 september kl: 14:58

Áhugavert er að fyrirtækislógóið selji einnig hugmyndir um konur og kvenleika.

Eyvindur, mivikudagur 11 september kl: 07:25

Til hamingju strákar með þetta allt saman, sjáumst í veislunni.

Þóra Mjöll Jensdóttir, mivikudagur 11 september kl: 09:40

Sammála þessu Hrefna, það var það fyrsta sem ég tók eftir við þessa frétt, frekar spes ef þetta er útlit vörumerkisins..

En til hamingju með þetta allt!

Jóna Magga, fimmtudagur 12 september kl: 18:35

Mér finnst að það megi nú alveg nota hafgúuna/hafmeyjuna fyrir vöru sem kemur úr sjónum, efast um að marbendill myndi selja eins vel ;)

Þrymur Sveinsson, laugardagur 14 september kl: 00:34

Hinn 30. apríl 1778. Konungsúrskurður um að saltvinnslan á Reykhólum geti hafist og nánari fyrirmæli um hana.Tillagan með í uppkasti.

Jæja loksins komst saltvinnslan á laggirnar

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31