Tenglar

5. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Björgunarsveitarmenn í klettaklifri og mörgu öðru

Mannskapurinn ásamt kennaranum Heiðu Jónsdóttur við Landróver Heimamanna. Nánar í meginmáli.
Mannskapurinn ásamt kennaranum Heiðu Jónsdóttur við Landróver Heimamanna. Nánar í meginmáli.

Námskeið í fjallamennsku fyrir Björgunarsveitina Heimamenn í Reykhólahreppi var haldið núna um helgina. Kennd voru grunnatriði í ferðalögum um fjalllendi að vetri til, farið yfir helstu hættur og margt fleira. Farið var í Borgarlandið þar sem farið var yfir notkun ísaxar, mannbrodda og snjóýla ásamt helstu snjótryggingum. Beggi á Gróustöðum fræddi um það hvernig hægt er að skoða snjólög til að meta hættu á snjóflóðum. Sunnudagurinn fór í klettaklifur.

 

Frá þessu er nánar greint á hinni nýju vefsíðu Björgunarsveitarinnar Heimamanna. Þar er einnig myndin sem hér fylgir. Á henni eru í aftari röð, talið frá vinstri: Snæbjörn Jónsson á Krossnesi og síðan allir stjórnarmennirnir í björgunarsveitinni, þeir Ágúst Már Gröndal, Játvarður Jökull Atlason, Eiríkur Kristjánsson, Egill Sigurgeirsson og Brynjólfur Víðir Smárason. Fyrir framan krjúpa Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum og kennarinn Heiða Jónsdóttir.

 

Farið er inn á vefsíðu Bjsv. Heimamanna með því að smella á rauða kassann (merki sveitarinnar) í dálkinum hér hægra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31