Tenglar

6. desember 2011 |

Besta skautasvell á Berufjarðarvatni í mörg ár

1 af 2

Mjög gott skautasvell er á Berufjarðarvatni í Reykhólasveit, segir Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum, sem tók meðfylgjandi myndir núna undir kvöld. „Svellið er orðið mjög vel mannheldið en ekki fyrir ökutæki. Þó skyldu menn ávallt hafa varann á, einkum þar sem lækir renna í og úr. Ég ræddi við hótelhaldarann í Bjarkalundi og það er öllum frjálst að nota svellið ef menn vilja, þó að lítið sé um veitingar hjá þeim þessa dagana enda hótelið lokað“, segir Bergsveinn.

 

„Nú er bara að grípa tækifærið enda mörg ár síðan hefur komið svona gott svell á vatnið. Það varir sjaldan lengi í okkar tíðarfari. Núna er vaxandi tungl og fátt skemmtilegra en að fara á skauta í tunglsljósi. Vindurinn þarna er hægari en víða hér í kring og hefur fólkið hér oft verið duglegt að notfæra sér svona tækifæri á vatninu þegar aðstæður eru góðar.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31