Tenglar

21. desember 2015 |

Bera saman epli og appelsínur

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins.
Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins.

Sértækar aðgerðir eins og þær sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir Norðurland vestra fyrir helgi kalla á skýrari aðferðafræði í byggðamálum, segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi fimmtán verkefni svokallaðrar Norðvesturnefndar til að bregðast við neikvæðri byggðaþróun á Norðurlandi vestra. Aðalsteinn segir að stefna stjórnvalda sé ekki skýr:

 

„Maður sér ekki alveg hvaða aðferðafræði stjórnvöld ætla að beita í byggðamálum, er það með svona beinum, miðstýrðum aðgerðum eða ætla menn að efla landsvæðin í að taka ákvarðanir á eigin forsendum og fylgja því eftir?“

 

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar kemur þetta einnig fram efnislega:

 

Aðalsteinn segir að á Vestfjörðum og víðar hafi verið unnið eftir sóknaráætlun sem landshlutasamtök sveitarfélaga hafa lagt áherslu á og byggist á samráði í héraði. Hins vegar eigi samkvæmt fjárlögum ekki að efla þessa sóknaráætlun.

 

Aðalsteinn bendir á, að í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins hafi aðgerðirnar á Norðurlandi vestra verið bornar saman við sértækar aðgerðir á Vestfjörðum. Hann segir það ekki vera samanburðarhæft, þar sem í aðgerðunum á Vestfjörðum hafi verið unnið að ofanflóðavörnum og vegasamgöngum en ekki aðgerðum eins og þeim sem nú stendur til að ráðast í á Norðurlandi vestra til að auka atvinnumöguleika.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31