Tenglar

30. júlí 2009 |

Auðarskóli tekur til starfa í Dalabyggð

Ný skólastofnun í Dalabyggð tekur til starfa núna um mánaðamótin og hefur hlotið nafnið Auðarskóli í minningu Auðar djúpúðgu landnámsmanns. Skólinn verður til við sameiningu Grunnskólans í Búðardal, Tónlistarskóla Dalasýslu, Leikskólans Vinabæjar og Grunnskólans í Tjarnarlundi. Skólastjóri verður Eyjólfur Sturlaugsson. Eftir sem áður verður skólinn starfræktur á þremur stöðum í Búðardal sem og í Tjarnarlundi í Saurbæ.

 

Efnt var til samkeppni um nafn á hinn nýja sameinaða skóla. Vinningstillagan sem fræðslunefnd og byggðarráð samþykktu kom frá Guðmundi Kára Þorgrímssyni og Helgu Guðmundsdóttur á Erpsstöðum. Í viðurkenningarskyni fá þau bókagjöf við setningu skólans.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31