Tenglar

26. september 2013 | vefstjori@reykholar.is

Athugasemdir vi├░ fur├░ufr├ęttir fr├í Reykh├│lum

Hj├║krunar- og dvalarheimili├░ Barmahl├ş├░ ├í Reykh├│lum.
Hj├║krunar- og dvalarheimili├░ Barmahl├ş├░ ├í Reykh├│lum.
1 af 3

„Þó að Einar hafi aðeins átt heima skamma hríð hér vestra má telja furðulegt að honum skuli ekki vera kunnugt um tilvist Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum. Fyrr á þessu ári voru 25 ár liðin frá því að fyrsta heimilisfólkið fluttist þar inn og var afmælisins minnst með veglegum hætti. Ýmis félög og samtök stóðu að því mikla framtaki sem bygging Barmahlíðar var á sínum tíma en núna er heimilið að fullu í eigu Reykhólahrepps.“

 

Þannig kemst Ingvar Samúelsson matráður í mötuneyti Barmahlíðar og Reykhólaskóla m.a. að orði í grein sem hann bað vefinn að birta, en hún er líka í Morgunblaðinu í dag undir sömu fyrirsögn og hér að ofan. Tilefni þessara orða Ingvars eru eftirfarandi ummæli Einars Sveins Ólafssonar framkvæmdastjóra í umræðum í Morgunblaðinu fyrir skömmu, sem Ingvar vitnar til:

 

„Á Reykhólum vantar okkur hjúkrunarheimili. Það er óviðunandi að veikt aldrað fólk þurfi að verja síðustu árunum fjarri heimabyggð,“ segir Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á staðnum.

 

Í grein sinni víkur Ingvar einnig að ummælum Einars Sveins varðandi sjúkrabíla og löggæslumál og ölvunarakstur sem algengur sé í Reykhólahreppi.

 

Grein Ingvars í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Sjá einnig frétt varðandi umræðurnar í Morgunblaðinu:

► 14.09.2013 Ákvarðanir stjórnvalda oft byggðar á vanþekkingu

 

Athugasemdir

Gu├░mundur Magn├║sson, f÷studagur 27 september kl: 08:59

Reykh├│lavefurinn er vinsamlega be├░inn a├░ birta eftirfarandi lei├░r├ęttingu vegna fr├ęttar ├í vefnum ├ş dag:

├Ź fr├ís├Âgn Morgunbla├░sins af hringbor├░sumr├Ž├░um um m├ílefni Vestfjar├░a 14. september sl. var ranglega haft eftir Einari Sveini ├ôlafssyni framkv├Žmdastj├│ra ├×├Ârungarverksmi├░junnar ├í Reykh├│lum a├░ ekki v├Žri hj├║krunar- og dvalarheimili fyrir aldra├░a ├í sta├░num. ├×vert ├í m├│ti lag├░i Einar Sveinn ├íherslu ├í mikilv├Žgi st├Žrstu vinnusta├░anna, ├×├Ârungarverksmi├░junnar, sk├│lanna og hj├║krunarheimilisins, fyrir samf├ęlagi├░ ├í sta├░num. Einar Sveinn er be├░inn velvir├░ingar ├í ├żessum mist├Âkum og ├żeim ├│├ż├Žgindum sem ├żau hafa baka├░ honum. ÔÇ×Fur├░urfr├ęttir af Reykh├│lumÔÇť, sem ger├░ar voru a├░ umtalsefni ├ş a├░sendri grein ├ş Morgunbla├░inu ├í fimmtudaginn og ├í vefnum Reykholar.is ├í f├Âstudaginn, skrifast alfari├░ ├í reikning undirrita├░s bla├░amanns.


Gu├░mundur Magn├║sson

Skrifa├░u athugasemd:


Atbur├░adagatal

« Jan˙ar 2022 »
S M ├× M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31