Tenglar

29. júní 2012 |

Ástar-Brandur, Dala-Brandur og fleira gott fólk

Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.
1 af 2

Kristinn Bergsveinsson í Görðum á Reykhólum (Kristinn frá Gufudal) er 85 ára í dag, föstudag. Bjarkalundur var vígður á tvítugsafmæli Kristins og þess vegna er hann heiðursgestur á afmælishátíð hótelsins núna um helgina. Undir hátíðarkvöldverði í Bjarkalundi annað kvöld ætlar hann að rifja upp sitthvað sem fram fór í héraðinu þegar hann var ungur og njóta aðstoðar dóttur sinnar eða dætra við flutninginn.

 

Búast má við því að Kristinn greini frá samkomum í Bjarkalundi á upphafsárum staðarins, bæði íþróttamótum og dansleikjum.

 

„Þangað kom fjöldi fólks um langan veg þó að samgöngur væru erfiðar. Þannig var flóabáturinn Konráð stundum með um áttatíu farþega.“

 

Kristinn minnist vel bestu spretthlauparanna á íþróttamótum í Bjarkalundi, þeirra Kristjáns á Breiðalæk á Barðaströnd, Sæmundar á Eyri í Kollafirði (Sveinungseyri) og Samúels á Höllustöðum í Reykhólasveit.

 

Væntanlega koma einnig við sögu Brandar tveir og báðir með auknefni, þeir Dala-Brandur (Guðbrandur Jörundsson frá Vatni í Haukadal í Dölum) og Ástar-Brandur (Guðbrandur Jónsson), sem stundum hefur verið kallaður síðasti förumaðurinn.

 

Dala-Brandur annaðist í fjölda ára rútuferðir milli Reykjavíkur og Reykhólasveitar. Endastöðin var á Kinnarstöðum og síðan í Bjarkalundi eftir að hann kom til sögunnar.

 

Ástar-Brandur (1882-1960) var frá Brandsstöðum, sem voru milli Hamarlands og Staðar á Reykjanesi í Reykhólasveit. Allmargt skyldmenna hans er búsett á Reykhólum og í Reykhólasveit og þar á meðal sá sem þetta ritar. Kristinn segir að Ástar-Brandur hafi oft verið á skemmtunum í Bjarkalundi og stundum hávær.

 

Enda þótt vígsludagur Bjarkalundar hafi verið 29. júní 1947 var farið að nota húsið til samkomuhalds meðan það var enn í byggingu. Kristinn segir að þá hafi jafnan verið talað um Skálann.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í Görðum á Reykhólum í blíðunni í gær.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 30 jn kl: 19:04

Til hamingju með afmælisdaginn Kristinn bóndi Bergsveinsson frá Gufudal.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31